Ætluðu að ræna fólki og hálshöggva

Lögreglumenn á verði utan við íbúð í miðborg Birmingham þar …
Lögreglumenn á verði utan við íbúð í miðborg Birmingham þar sem meintir hryðjuverkamenn voru handteknir. Reuters

Sky fréttastofan segir, að menn, sem handteknir voru í Birmingham í morgun grunaðir um að undirbúa hryðjuverk, hafi áformað að ræna fólki og hálshöggva það að sið íraskra uppreisnarmanna. Segir Sky, að mennirnir hafi áformað að ræna vegfarendum og senda síðan frá sér myndbönd þar sem sæist þegar gíslinn væri pyntaður og hálshöggvinn.

Átta menn voru handteknir í nótt í samræmi við lög um hryðjuverkavarnir. Lögregla hafði fylgst með mönnunum í hálft ár.

Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar um hádegisbil þar sem frekari upplýsingar verða gefnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert