Fyrrum dómsmálaráðherra Ísraels fundinn sekur um kynferðisbrot

Haim Ramon, fyrrum dómsmálaráðherra Ísraels.
Haim Ramon, fyrrum dómsmálaráðherra Ísraels. AP

Haim Ramon, fyrrum dómsmálaráðherra Ísraels, var í morgun dæmdur sekur um óviðeignandi framkomu er hann kyssti kvenkynshermann. Þriggja manna dómur komst að þeirri niðurstöðu að hermaðurinn hefði alla tíð sagt sannleikann í málinu en að Ramon hafi oftar en einu sinnu breytt framburði sínum. „Ramon sagði ekki satt, hann ýkti þátt kæranda í málinu og afbakaði sannleikann á útsmoginn og fagmannlegan hátt,” segir í úrskurði þeirra. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Ramon var ákærður fyrir það í ágúst á síðasta ári að kyssa hermanninn þann 12. júlí en sama dag braust stríðið í Líbanon út. Áður hafði hermaðurinn beðið Ramon um að tekin urði mynd af þeim saman. Samþykkti hann það og var mynd tekin af þeim í faðmlögum. Eftir að myndin hafði verið tekin dró Ramon konuna að sér, kyssti hana og stakk tungunni upp í hana.

Auk þess sem Ramon var kærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlkunni hefur það sætt harðri gagnrýni að56 ára ráðherra skuli hafi kysst ókunnuga tvítuga stúlku nokkrum mínútum áður en hann tók þátt í atkvæðagreiðslu um það hvort farið skyldi út í hernað eða ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka