Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Joe Biden tilkynnti í dag að hann sæktist eftir útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni. „Ég er 800. frambjóðandinn," sagði Biden þegar hann tilkynnti um framboðið en margir hafa lýst yfir framboði, bæði í Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum.
Biden, sem er 64 ára að aldri, viðurkenndi í dag að hann væri ekki eins þekktur og þau Hillary Clinton og Barack Obama, sem virðast njóta mests fylgis meðal demókrata, en sagðist búa yfir hugmyndum og reynslu.
Biden er formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings.