Kastró sagður hressari

AP

Nýj­ar mynd­ir voru í dag sýnd­ar af Fídel Kast­ró, for­seta Kúbu, í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Á mynd­un­um spjall­ar Kast­ró við Hugo Chavez, for­seta Venesúela, og drekk­ur ávaxta­safa og virðist nokkuð hress­ari en und­an­farið.

Kast­ró hef­ur ekki komið fram op­in­ber­lega síðan hann gekkst und­ir upp­skurð í júlí sl. og hafa ýms­ir talið að for­set­inn sé við dauðans dyr.

Á mynd­un­um ræða leiðtog­arn­ir bylt­ing­una og seg­ir Kast­ró að ,,bar­átt­an sé alls ekki töpuð”, Chavez svar­ar því þá til að ,,sig­ur muni vinn­ast”. Raul Kast­ró, yngri bróðir for­set­ans, hefut starfað sem for­seti síðan bróðir hans veikt­ist. Stjórn­völd hafa neitað fregn­um um að for­set­inn sé hald­inn ólækn­andi krabba­meini og segja að Kast­ró sé á bata­vegi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert