Kastró sagður hressari

AP

Nýjar myndir voru í dag sýndar af Fídel Kastró, forseta Kúbu, í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Á myndunum spjallar Kastró við Hugo Chavez, forseta Venesúela, og drekkur ávaxtasafa og virðist nokkuð hressari en undanfarið.

Kastró hefur ekki komið fram opinberlega síðan hann gekkst undir uppskurð í júlí sl. og hafa ýmsir talið að forsetinn sé við dauðans dyr.

Á myndunum ræða leiðtogarnir byltinguna og segir Kastró að ,,baráttan sé alls ekki töpuð”, Chavez svarar því þá til að ,,sigur muni vinnast”. Raul Kastró, yngri bróðir forsetans, hefut starfað sem forseti síðan bróðir hans veiktist. Stjórnvöld hafa neitað fregnum um að forsetinn sé haldinn ólæknandi krabbameini og segja að Kastró sé á batavegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka