Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, var yfirheyrður öðru sinni föstudaginn síðastliðinn vegna rannsóknar á meintri sölu á sætum í lávarðadeildinni. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu ráðherrans var rætt við hann í 45 mínútur á skrifstofu og embættisbústað hans að Downingstræti 10.
Blair var fyrst yfirheyrður vegna málsins í desember í fyrra. Til rannsóknar er hvort stjórnmálaflokkum hafi verið veitt fjárframlög í skiptum fyrir sæti í lávarðadeildinni. Allir sem sakaðir hafa verið um að eiga þátt í því hafa neitað sök. BBC segir frá þessu.