Fjórir féllu í hörðum átökum á Gasasvæðinu

Palestínsk kona mótmælir innbyrðis átökum Palestínumanna í Gasaborg í dag.
Palestínsk kona mótmælir innbyrðis átökum Palestínumanna í Gasaborg í dag. AP

Fjórir Palestínumenn féllu og að minnsta kosti 30 slösuðust í átökum á milli liðsmanna Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar á Gasasvæðinu í dag. Einn hinna föllnu og tveir hinna slösuðu eru á barnsaldri. Í öllum tilfellum áttu liðsmenn Hams upptökin að átökunum og hafa liðsmenn Fatah sakað þá um að stofna þriggja daga gömlu vopnahléi fylkinganna í „alvarlega hættu”. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Átökin brutust út á nokkrum stöðum á Gasasvæðinu í dag, m.a. er liðsmenn Hamas-samtakanna reyndu að ná höfuðstöðvum leyniþjónustu palestínsku öryggissveitanna á sitt vald og er liðsmenn Hamas réðust á bílalest sem var að koma frá Ísrael og þeir töldu vera að flytja liðsmönnum Fatah vopn. Talsmenn Fatah segja bílalestina hins vegar hafa verið hlaðna rafölum, tjöldum og hjúkrunarvörum.

Það geisar raunverulegt stríð. Vopnaðir menn beittu öllu sínu herafli,” sagði vitni að baráttu fylkinganna um bílalestina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert