Ísraelskir hermenn felldu þrjá Palestínumenn á Vesturbakkanum í morgun. Tveir hinna föllnu voru liðsmenn Al-Aqsa samtakanna og féllu þeir er skotbardagi braust út á milli hermannanna og hóps vopnaðra manna í Nablus. Þriðji maðurinn var skotinn til bara er hann reyndi að klippa sundur aðskilnaðargirðingu Ísraela við bæinn Qalandiyah norður af Jerúsalem. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.
Þá fann ísraelski herinn vopnaverksmiðju í Nablus í dag, fimm kílóa sprengju og efni til sprengjugerðar.
Ísraelskir hermenn skutu einnig á Palestínumann við aðskilnaðargirðinguna á landamærum Ísraels og Gasasvæðisins í morgun og slasaðist hann en ekki alvarlega.