Samkynhneigðir í Rússlandi eru lýðfræðilegt vandamál að mati Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Pútín sagði á blaðamannafundi í dag að hann virti þó frelsi allra. „Skoðun mín á gleðigöngu samkynhneigðra og kynferðislegum minnihlutahópum er einföld. Og hún tengist þeirri staðreynd að eitt helsta vandamál okkar er lýðfræðilegt,“ sagði Pútín.
Borgarstjóri Moskvu, Júrí Lúzhkoff, bannaði í fyrr í vikunni gleðigönguna og sagði hana „verk djöfulsins“. Fæðingartíðni í Rússlandi er mjög lág og Rússum fækkar ört. Pútín hefur margsinnis bent á að þetta sé mikið vandamál og hefur aukið mæðrastyrki.