Bandarísk stjórnvöld fagna skýrslu IPCC

Skýrsla IPCC kynnt fréttamönnum í París í dag.
Skýrsla IPCC kynnt fréttamönnum í París í dag. Reuters

Talsmenn bandarískra stjórnvalda fögnuðu í dag skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna þar sem yfirgnæfandi líkur eru sagðar á því að loftslagsbreytingar hafi orðið af mannavöldum, og sögðu Bandaríkjamenn hafa gegnt forustuhlutverki í þessum efnum.

„Skýrslan mun auka þá þekkingu sem fyrirliggjandi er til að rannsaka og skilja með hvaða hætti best má bregðast við loftslagsbreytingum,“ sagði talsmaður Hvíta hússins.

Carlos Gutierrez, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, sagði Haf- og loftslagsráð Bandaríkjanna (NOAA), sem heyrir undir ráðuneyti hans, hafa „haft forustu um að auka þekkingu á breytingum í andrúmsloftinu og heiminum.“

Mestu hafi þar munað um framúrskarandi loftslagsbreytingalíkön sem hafi verið forsenda starfs IPCC.

Bandaríska orkuráðuneytið sagði í tilkynningu að skýrslan staðfesti það sem George W. Bush hafi sagt um „eðli loftslagsbreytinga, og ítrekar þörfina fyrir áframhaldandi forustu Bandaríkjanna í loftslagsmálefnum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka