Fyrrverandi forsetisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, hefur verið tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels 2007 af fjórum samtökum í Bosníu fyrir það starf sem hann hefur unnið eftir borgarastríðið sem geisaði þar á síðasta áratug síðustu aldar.
Mohamad, var forsætisráðherra Malasíu í 22 ár en hann lét af embætti árið 2003. Það eru, eins og áður sagði, fjórir hópar sem tilnefna Mahathir Mohamad til friðarverðlaunanna í ár en samkvæmt þeim er Mahathir Mohamad einn hugrakkasti leiðtogi þróunarlandanna.
Undir stjórn Mahathir Mohamad veitti Malasía Bosníu efnahagsaðstoð sem og neyðarhjálp og pólitíska aðstoð eftir þjóðernishreinsanir borgarastríðsins í Bosníu 1992-95.