Vopnahlé milli Hamas- og Fatah-liða á Gaza virðist ætla að haldast, en að undanförnu hafa átt sér stað ein blóðugustu átök sem sést hafa á svæðinu svo mánuðum skiptir.
Engin meiriháttar átök hafa brotist út síðan í gærkvöldi þegar báðar fylkingar endurnýjuðu vopnahléssamkomulagið sem tvisvar sinnum hefur verið brotið.
Um 23 hafa látið lífið og yfir 200 hafa særst í átökum Fatah og Hamas að undanförnu.
Báðar fylkingar hafa átt í valdabaráttu frá því Hamas-samtökin unnu sigur í þingkosningunum í janúar í fyrra.