Þrír fyrrverandi háttsettir yfirmenn Bandaríkjahers hafa varað bandarísk yfirvöld við því að gerðar verði árásir á Írana. Þeir segja að slíkt myndir hafa „hörmulegar afleiðingar“ fyrir öryggi í Mið-Austurlöndum sem og fyrir hersveitir bandamanna í Írak.
Þeir segja nauðsynlegt að kjarnorkudeilan við Írana verði leyst eftir diplómatískum leiðum og hvetja þeir Bandaríkjastjórn að hefja beinar viðræður við Írana.
Bréf þeirra var birt í breska dagblaðinu Sunday Times í dag.
Yfirmennirnir sem um ræðir eru hershöfðingjarnir Robert Gard, sem er fyrrum herráðgjafi bandaríska varnarmálaráðherrans, Joseph Hoar, sem er fyrrum yfirmaður Bandaríkjahers, og Jack Shanahan, sem er fyrrverandi yfirmaður upplýsingamiðstöðvar varnarmálaskrifstofu hersins.