Allt útlit er fyrir að danskir reykingamenn geti reykt nokkrum mánuðum lengur á vinnustöðum sínum en til stóð, en gildistöku svokallaðra reykingalaga verður að öllum líkindum frestað þar sem lögin eru ekki tilbúin.
Lögin áttu að taka gildi þann 1. apríl nk. en það er enn ekki komið til meðferðar hjá danska þinginu og hefur Lars Løkke Rasmussen, heilbrigðisráðherra og þingmaður Venstre verið sakaður um seinagang.
Birthe Skårup, þingmaður danska þjóðarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar þingsins segir óraunhæft að það takist að fjalla um málið í þinginu og samþykkja það svo lögin geti tekið gildi þann 1. apríl.