Giuliani sækist eftir tilnefningu til forsetaembættisins

Rudolph Giuliani.
Rudolph Giuliani. AP

Rudolph Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York ætlar að sækjast eftir embætti forseta Bandaríkjanna, en hann skilaði inn yfirlýsingu um framboð til alríkis-kjörnefndarinnar (FEC) í dag. Giuliani hefur ekkert viljað gefa upp um það hvort hann ætli að sækjast eftir tilnefningu repúblikanaflokksins en nú þykir ljóst að hann hyggi á framboð.

Giuliani vakti heimsathygli fyrir viðbrögð sín við hryðjuverkaárásunum á World Trade Center byggingarnar í New York þann 11. september árið 2001. Hann hefur lengi verið orðaður við framboð en reynsla hans sem borgarstjóri þykir þó heldur óhefðbundinn undirbúningur fyrir forsetastörf.

Þá er talið að hófsöm viðhorf hans muni ekki höfða til allra stuðningsmanna repúblikana, Giuliani er hlynntur hjónabandi samkynhneigðra og stofnfrumurannsóknum, en bæði málefnin eru mjög umdeild í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert