Skilja sig frá gyðingasamtökum sem vilholl eru Ísraelsstjórn

Harold Pinter er einn stuðningsmanna IJV.
Harold Pinter er einn stuðningsmanna IJV. Reuters

Ríflega hundrað þekktir gyðingar í bresku samfélagi hafa stofnað samtök í Bretlandi, Raddir óháðra gyðnga (IJV), til að skilja sig frá gyðingasamtökum þar í landi sem styðja Ísraelsstjórn.

Dagblaðið Independent birtir hluta yfirlýsingar samtakanna en þar segir: „Þeir sem þykjast tala máli gyðinga í Bretlandi og öðrum löndum lýsa ítrekað yfir stuðningi við stefnu hernámsveldis og meta hana meira en mannréttindi þeirra sem hernumdir hafa verið.“

Meðal þeirra sem skrifað hafa undir þessa yfirlýsingu eru Nóbelsverðlaunahafinn og leikritaskáldið Harold Pinter, sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm, leikstjórinn Mike Leigh, mannréttindalögfræðingurinn Geoffrey Bindman og leikarinn Stephen Fry. Hobsbawm segir í samtali við Independent að mikilvægt sé fyrir þá sem ekki eru gyðingar að vita að til séu gyðingar sem fylgja ekki stefnu Ísraelsstjórnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert