Gagnrýnir Þjóðverja fyrir að sætta sig ekki við losunartakmörk koltvíoxíðs

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Reuters

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir þýsk stjórnvöld fyrir að þráast við að samþykkja þau takmörk sem framkvæmdastjórnin hefur sett þeim hvað varðar losun koltvíoxíðs í iðnaði á árunum 2008 til 2012. Fjármálaráðherra Þýskalands, Michael Glos, hótaði lögsókn í janúar síðastliðnum vegna þessara takmarkana, en framkvæmdastjórnin ákvað að 453 milljónir tonna af koltvíoxíði mættu koma frá þýskum iðnaði á ári á þessu tímabili. Þjóðverjar hafa lagt til að tonnin verði 482.

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, telur að það væri óréttlátt að sníða þessi mörk að óskum einstakra aðildarlanda. Stavros Dimas, yfirmaður umhverfismála í framkvæmdastjórninni, segir að ef Þjóðverjar neiti að hlýða þessu þá muni öll hin aðildarríkin fylgja í kjölfarið og síðan ríki annarra álfa heims. Barroso segir sömu útreikninga hafa verið notaða, þegar losun koltvíoxíðs frá þýskum iðnaði var skoðuð, og hjá öðrum aðildarríkjum ESB. BBC segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert