Samkomulag um nýja Palestínustjórn væntanlega undirritað í þessari viku

Mahmoud Abbas og Khaled Meshaal á fundi með blaðamönnum eftir …
Mahmoud Abbas og Khaled Meshaal á fundi með blaðamönnum eftir fund sinn í Sýrlandi í lok janúar Reuters

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu undirritar samkomulag um samstarfsstjórn Fatah og Hamas á fundi í Sádí-Arabíu síðar í þessari viku. Þetta hefur fréttastofan AP eftir embættismanni úr röðum Fatah. Abbas fundar með Khaled Mashaal, leiðtoga Hamas í vikunni og er fyrsti fundurinn í dag.

Hreyfingarnar tvær munu hafa komist að samkomulagi um flest þau atriði sem komið hafa í veg fyrir að hægt sé að mynda stjórn. Hamas munu hafa samþykkt að virða alla samninga sem Fatah og Frelsissamtök Palestínu (PLO) hafa undirritað við Ísraela.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert