Mahmoud Abbas, forseti Palestínu undirritar samkomulag um samstarfsstjórn Fatah og Hamas á fundi í Sádí-Arabíu síðar í þessari viku. Þetta hefur fréttastofan AP eftir embættismanni úr röðum Fatah. Abbas fundar með Khaled Mashaal, leiðtoga Hamas í vikunni og er fyrsti fundurinn í dag.
Hreyfingarnar tvær munu hafa komist að samkomulagi um flest þau atriði sem komið hafa í veg fyrir að hægt sé að mynda stjórn. Hamas munu hafa samþykkt að virða alla samninga sem Fatah og Frelsissamtök Palestínu (PLO) hafa undirritað við Ísraela.