Yfir 100 þúsund alifuglum slátrað vegna salmonella-sýkingar í Svíþjóð

AP

Heil­brigðis­yf­ir­völd í Svíþjóð hafa látið farga yfir eitt hundrað þúsund hæn­um og kjúk­ling­um á ali­fugla­bú­um á Skå­ne vegna salmo­nella-sýk­ing­ar. Litl­ar lík­ur eru á að smit ber­ist til manna. Er þetta versta salmo­nellu-sýk­ing­in sem hef­ur komið upp í Svíþjóð um ára­bil.

Yf­ir­dýra­lækn­ir á Skå­ne seg­ir að salmo­nella-sýk­ing­in hafi komið upp það snemma í fram­leiðslu­ferl­inu að ekki séu lík­ur á að henni sé fyr­ir að fara er neyt­end­ur leggja sér til munns kjúk­linga og egg.

Salmo­nella-sýk­ing­in kom upp á sjö ali­fugla­bú­um á Skå­ne í Suður-Svíþjóð. Ekki er vitað hvernig smit barst í ali­fugl­ana en talið að það hafi gerst með mús­um, rott­um eða fóðri fugl­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka