Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa látið farga yfir eitt hundrað þúsund hænum og kjúklingum á alifuglabúum á Skåne vegna salmonella-sýkingar. Litlar líkur eru á að smit berist til manna. Er þetta versta salmonellu-sýkingin sem hefur komið upp í Svíþjóð um árabil.
Yfirdýralæknir á Skåne segir að salmonella-sýkingin hafi komið upp það snemma í framleiðsluferlinu að ekki séu líkur á að henni sé fyrir að fara er neytendur leggja sér til munns kjúklinga og egg.
Salmonella-sýkingin kom upp á sjö alifuglabúum á Skåne í Suður-Svíþjóð. Ekki er vitað hvernig smit barst í alifuglana en talið að það hafi gerst með músum, rottum eða fóðri fuglanna.