35% Dana stela frá vinnuveitendum

Bandarískur hermaður handtekur mann fyrir þjófnað í Bagdad, höfuðborg Íraks.
Bandarískur hermaður handtekur mann fyrir þjófnað í Bagdad, höfuðborg Íraks. mbl.is

35% Dana stela frá vinnuveitendum sínum samkvæmt nýrri könnun sem greiningarfyrirtækið Rambøll Management hefur unnin fyrir danska dagblaðið Jyllands-Posten. Mestu stela starfsmennirnir af pappírs- og skrifstofuvörum og af geislaspilurum. Þá kemur fram í könnuninni að almennt hafa starfsmennirnir ekki samviskubit yfir hnuplinu og að þeir telja sig jafnvel hafa samþykki yfirmanna sinna fyrir því.

Fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar að einn af hverjum þremur Dönum hefur á síðasta ári tekið eitthvað með sér heim úr vinnunni til einkanota og að langflestum þeirra finnst það „allt í langi" eða „í lagi svo framarlega sem það sem tekið er sé í litlu magni".

Þá sýna niðurstöður könnunarinnar að vel launaðir starfsmenn stela meiru frá vinnuveitendum en þeir sem hafa lægri laun.

„Fólk er rekið vegna þjófnaðar í hverri viku. Það á bæði við um óbreytta starfsmenn og þá sem hærra eru settir,” segir Laurits Rønn, formaður samtakanna Dansk Erhverv. Þá segir hann mest vera um þjófnað á skrifstofuvörum en að einnig sé mikið um þjófnað starfsfólks byggingafyrirtækja og verslana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert