Evrópskir bílaframleiðendum hafa svarað áætlunum Evrópusambandsins um að takmarka enn frekar leyfilegan koltvíoxíðsútblástur frá bílum. Segja framleiðendurnir áætlunina illa hugsaða og skaðandi fyrir iðnaðinn og að hún muni leiða til færri starfa og að verksmiðjur flytji frá svæðinu.
Framkvæmdastjórn ESB tilkynnti í dag að til stefnt væri að því að auka eldsneytisnýtingu bíla um 18% fyrir árið 2012 og minnka leyfilegan útblástur nýrra bíla í 130g af koltvísýríngi á kílómetrann miðað við 162 grömm árið 2005.
Sergio Marchionne, forseti samtaka evrópskra bifreiðaframleiðenda hvatti ríkisstjórnir Evrópusambandsins og Evrópuþingið til að finna skynsamlegar lausnir og sagði aðrar leiðir færar til að minnka útblástursmengun.