Dýralæknir sem veiktist í Suffolk ekki með fuglaflensu

Frá kalkúnabúinu í Suffolk
Frá kalkúnabúinu í Suffolk Reuters

Niðurstöður rannsókna á dýralækni, sem veiktist eftir að hafa heimsótt kalkúnabúið í Suffolk þar sem fuglaflensa af hinum banvæna stofni H5N1, benda til þess að hann hafi ekki veikst af veirunni.

Dýralæknirinn, Gordon Yong, varð veikur eftir að hafa unnið að því að hefta útbreiðslu flensunnar á fuglabúinu. Að sögn Sky þjáist hann af öndunarörðugleikum og er í einangrun. Læknar á sjúkrahúsinu sem hann er á segja þó ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert