Larijani segist ætla að ræða við vestræna erindreka í Munchen

Ummæli Larijani þykja benda til þess að Íranar vilji koma …
Ummæli Larijani þykja benda til þess að Íranar vilji koma í veg fyrir að öryggisráð SÞ samþykki hertar aðgerðir gegn Írönum Reuters

Ali Larij­ani, aðal­samn­ingamaður Írana í kjarn­orku­mál­um sagðist í dag ætla að ræða við er­ind­reka vest­rænna landa um kjarn­orku­áætlun Írana á ráðstefnu um ör­ygg­is­mál sem hald­in verður í Þýskalandi um næstu helgi.

Um­mæli hans þykja benda til þess að Íran­ar ætli með diplóma­tísk­um leiðum að reyna að koma í veg fyr­ir að ör­ygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna samþykki harðari aðgerðir til að þvinga Írana til að láta af kjarn­orku­áætlun sinni.

Örygg­is­ráðið gaf Írön­um 60 daga frest til að hætta auðgun úr­ans þann 23. des­em­ber sl.

Íranska rík­is­frétta­stof­an IRNA skýrði frá þessu í dag, en ekk­ert mun hafa komið fram um það hvort banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn verði meðal þeirra sem Íran­ar ætla að ræða við.

Larij­ani fer fyr­ir nefnd Írana á ráðstefn­unni í fyrsta skipti, en lægra sett­ir emb­ætt­is­menn hafa verið send­ir fyr­ir hönd Írana á fyrri ráðstefn­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka