Allir samkynhneigðir vinstra megin í stjórnmálum?

Silvio Berlusconi
Silvio Berlusconi Reuters

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er enn á ný á milli tannanna á fólki vegna ummæla sem hann lætur falla, en Berlusconi var í gær harðlega gagnrýndur fyrir að hafa haft í flimtingum að í flokki hans, Forza Italia, væri ekkert samkynhneigt fólk að finna, það væri allt vinstrisinnað.

„Ekki hafa áhyggjur -hinir samkynhneigðu eru allir í hinu liðinu,“ sagði Berlusconi hlæjandi, að því er fullyrt er í La Repubblica í gær, en ummælin munu hafa fallið á kosningafundi í Monza á þriðjudag. Berlusconi flutti þá ræðu til stuðnings Marco Maria Mariani, frambjóðanda í sveitarstjórnarkosningum, en í henni henti hann m.a. gaman að kvenkyns millinafni Marianis.

Berlusconi hefur verið krafinn um afsökunarbeiðni, m.a. hafa ýmsir hægrimenn sagt ummælin óviðunandi. Formaður Gaylib, samtaka samkynhneigðra hægrimanna, Enrico Oliari sagði t.a.m. að ummælin væru niðrandi, óhugsandi væri að leiðtogi stjórnarandstöðu hægriflokkanna væri þess sinnis að samkynhneigð tengdist ákveðnum stjórnmálaskoðunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert