Bandarískir háskólanemar reita múslímasamtök til reiði með gíslatökumyndbandi

Raunverulegt gíslatökumyndband. Myndin sýnir bandarískan mann, Eugene Armstrong, sem var …
Raunverulegt gíslatökumyndband. Myndin sýnir bandarískan mann, Eugene Armstrong, sem var tekinn af lífi af íslömskum öfgamönnum skömmu síðar árið 2004. Reuters

Myndband fimm bandarískra háskólanema í New York hefur valdið reiði múslímasamtaka þar í borg, en á myndbandinu gera þeir grín að gíslatökumyndböndum. Á myndbandinu eru þeir með lambhúshettur á höfði, tala með mið-austurlenskum hreim og hóta plastönd lífláti.

Plastöndin er verndardýr heimavistar nemendanna við C.W. Post háskólann á Long Island. Myndbandið var sett á Google og YouTube vefsíðurnar en hefur nú verið fjarlægt. Tekið var fram í texta með myndbandinu að það væri grín. Málið verður tekið fyrir af háskólaráði. Einn stjórnarmanna í Bandalagi bandarískra múslíma, Ghazi Khankan, segist ekki geta litið á þetta sem grín. Formaður Miðstöðvar Íslamstrúar í Westbury á Long Island, Habeeb Ahmed, segir svona hegðun ýta undir staðlaða ímynd múslíma. Menn reyni á þolrif múslíma ítrekað með því að gera grín að þeim.

Rektor háskólans, Joseph Shenker, segir myndbandið móðgun við ættingja þess fólks sem tekið hefði verið í gíslingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert