Bandarískur þingmaður: Herinn óttast lesbíur meira en hryðjuverkamenn

Gary Ackerman ræðir við Karnit Goldwasser, eiginkonu ísraelsks hermanns sem …
Gary Ackerman ræðir við Karnit Goldwasser, eiginkonu ísraelsks hermanns sem er í haldi herskárra Palestínumanna, á blaðamannafundi í Washington nýlega. Reuters

Banda­rísk­ur þingmaður henti á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings gam­an að tregðu Banda­ríkja­hers við að leyfa sam­kyn­hneigðu fólki að þjóna í hern­um. Sagði þingmaður­inn, Gary Ackerm­an, að her­inn virðist vera hrædd­ari við sam­kyn­hneigt fólk en hryðju­verka­menn og ef þeir síðar­nefndu kæm­ust að þessu myndu þeir koma á fót her­deild af lesb­í­um til að reka Banda­ríkja­her út úr Bagdad.

Condo­leezza Rice, ut­an­rík­is­rá­herra Banda­ríkj­anna, mætti á fund ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar­inn­ar þar sem fjallað var um stöðu mála í Írak. Ackerm­an, sem er þingmaður demó­krata í New York, kvartaði á fund­in­um yfir því, að her­inn hefði rekið túlka úr starfi eft­ir að í ljós kom að þeir voru sam­kyn­hneigðir.

„Af ein­hverj­um ástæðum virðist her­inn vera hrædd­ari við sam­kyn­hneigt fólk en við hryðju­verka­menn. Hann skek­ur vopn­in gegn hryðju­verka­mönn­um en ef hryðju­verka­menn kæm­ust á snoðir um þetta myndu þeir fá her­flokk lesbía til að reka okk­ur út úr Bagdad," sagði Ackerm­an.

Þingmaður­inn studdi inn­rás­ina í Írak árið 2002 en er nú al­farið and­víg­ur hernaðaraðgerðunum í Írak. Hann hélt áfram og með til­vís­un til and­stöðu Bush, Banda­ríkja­for­seta, við hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra stakk hann upp á að ut­an­rík­is­ráðuneytið myndi ráða tugi burtrek­inna fyrr­um hertúlka.

„Get­um við gift þessi tvö - kannski er það ekki rétta orðið - gæt­um við komið á ein­hverju sam­bandi á milli þess­ara tveggja mála?" spurði Ackerm­an og upp­skar hlát­ur á áhorf­enda­bekkj­un­um.

Rice lét ekki slá sig út af lag­inu og sagðist myndu kanna málið. Hún sagði að túlk­um í ráðuneyt­inu, sem túlka af ar­ab­ísku og farsi og öðrum slík­um mál­um, hefði fjölgað mikið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert