Bandarískur karlmaður hefur verið dæmdur í tæplega árs fangelsi í Washington fyrir að hafa drepið fjóra kettlinga unnustu sinnar, þrátt fyrir bænir parsins. Þá mælti dómarinn með því að yfirvöld rannsökuðu hvort unnustan hafi tekið þátt í grimmd gegn kettlingunum og logið að lögreglu.
Dómarinn sagði Kelli Green, unnustu þess dæmda, Robert L. Tomlin, an hún hefði sagt svo margar misvísandi sögur að ekki væri hægt að trúa orði af því sem segði segði.
Tomlin sjálfur var hins vegar dæmdur til hámarksrefsingar, 341 dags fangelsi, fyrir að hafa kastað fjórum kettlingum unnustu sinnar á eld og drepið þá þannig með miskunarlausum hætti, og flutt svo aftur inn til unnustunnar og fimm eftirlifandi katta hennar þrátt fyrir að vera á skilorði vegna kattadrápanna.
Tomlin hefur þegar eytt 199 dögum í fangelsi vegna málsins og dragast þeir frá refsingunni.