Khamenei hvetur Bandaríkjamenn til að koma vitinu fyrir Bush

Íranskar konur með myndir af Ali Khameini, æðstaklerki írönsku klerkastjórnarinnar.
Íranskar konur með myndir af Ali Khameini, æðstaklerki írönsku klerkastjórnarinnar. AP

Ajatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, varaði Bandaríkjamenn við því í dag að Íranar muni ráðast gegn hagsmunum Bandaríkjanna hvar sem er í heiminum verði ráðist á þá vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. „Óvinurinn ætti að vita að hvers konar árás mun kalla á viðbrögð frá öllum hliðum íransks samfélags, gegn árásaraðilunum og hagsmunum þeirra um allan heim” sagði Khamenei í ávarpi sem sjónvarpað var í landinu. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

„Ég hef ekki trú því að neinn taki svo óráðlegt og rangt skref sem mun stofna landi þeirra og hagsmunum í hættu. Sumir segja forseta Bandaríkjanna ekki vera mann sem taki ákvarðanir byggðar á röksemdafærslu eða að hann hugsi um afleiðingar gerða sinna en það má jafnvel koma vitinu fyrir þannig fólk,” sagði hann.

Greogory L. Schulte, erindreki Bandaríkjamanna hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni hvatti í gær Evrópusambandið til að þrýsta enn frekar á Írana um að láta af kjarnorkuáætlun sinni. Hrósaði Schulte Evrópuþjóðum fyrir þátt sinn í aðgerðum gegn Írönum sem SÞ hafa samþykkt, en sagði meira þurfa til.

Gagnrýndi Schulte m.a. evrópsk stjórnvöld fyrir að gera ekki meira til að stöðva millifærslur á fé og fjárfestingar í Íran. Íranar hafa hingað til ekki látið aðgerðir og þrýsting á sig fá og vinna enn að því að hefja framleiðslu á kjarnorku. Sagði Schulte mikilvægt að alþjóðasamfélagið nýtti sér öll þau ráð sem tiltæk væru önnur en hervald til að stöðva kjarnorkuáætlun Írana og að með samhentu átæki væri hægt að stöðva Írana þar sem þeir væru háðir erlendum fjárfestingum um að skapa stjórnvöldum tekjur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert