Notkun þyrlna í hernaðinum í Írak í endurskoðun

Ráðamenn innan bandaríska varnarálaráðuneytisins Pentagon eru nú að endurskoða notkun þyrlna í hernaðaraðgerðum bandaríska herliðsins í Írak í kjölfar þess að sex þyrlur Bandaríkjahers hafa farist þar á undanförnum þremur vikum.

„Árásum frá jörðu, sem hafa skilað óvininum árangri hefur augljóslega fjölgað,” sagði Peter Pace, starfsmannastjóri ráðuneytisins fyrr í þessum mánuði. „Við erum að skoða þetta af mikilli alvöru, með tilliti til þess hvort um tímabundna aukningu í árásum sé að ræða eða nýja aðferð eða tækni af einhverri gerð sem við þurfum þá að bregðast við.”

Settar hafa verið fram vangaveltur um það í fjölmiðlum í Bandaríkjunum að undanförnu hvort rekja megi aukna tíðni þyrluhrapa í Ítil þess að uppreisnarmenn hafi komist yfir ný vopn og hefur sovéska SA-7 Strela eldflaugin verið nefnd í því sambandi. Þá kveðst araíska blaðið Al-Hayat sem gefið er út í London hafa heimildir fyrir því að uppreisnarmenn ráði nú yfir SA-18 Igla, nýrri gerð Strela sem erfiðara er að verjast. Slíkar eldflaugar eru m.a. framleiddar í Íran og voru þær notaðar af Hizbollah-samtökunum í Líbanon í stríði þeirra við Ísraela síðastliðið sumar.

Bryan Whitman, talsmaður Pentagon, sagði hins vegar í gær að ótímabært væri að draga þá ályktun að tengsl væru á milli þyrluhrapanna í Írak að undanförnu og sögusagna um bættan vopnabúnað uppreisnarmanna. Þá sagði hann bandaríska herliðið í Írak leggja áherslu á að breyta flugleiðum þannig að uppreisnarmenn geti síður setið fyrir þyrlum hersins.

Bandarísk hermálayfirvöld segja að innan við 60 bandarískar þyrlur hafi farist í Írak frá innrásinni í landið í mars árið 2003 og benda á að til samanburðar hafi 5.000 þyrlur farist í Víetnamstríðinu.

Bandarískir hermenn í Bagdad, höfuðborg Íraks í dag.
Bandarískir hermenn í Bagdad, höfuðborg Íraks í dag. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert