800 ára fangelsi fyrir kynferðislegar misþyrmingar á þrem börnum

Everts leiddur í réttarsal í gær.
Everts leiddur í réttarsal í gær. AP

Dóm­stóll í Kali­forn­íu dæmdi í gær Banda­ríkja­mann í að minnsta kosti 800 ára fang­elsi fyr­ir að hafa misþyrmt þrem drengj­um kyn­ferðis­lega. Dreng­irn­ir voru þriggja, níu og ell­efu ára.

Upp komst um mann­inn, Fred Everts, fyr­ir tveim árum þegar verið var að rann­saka mál ann­ars manns, sem talið er að hafi misþyrmt hundruðum barna.

Sá maður var í síðasta mánuði dæmd­ur í 152 ára fang­elsi fyr­ir misþyrm­ing­ar á tveim 12 ára drengj­um.

Menn­irn­ir tveir þekkt­ust og voru sam­leigj­end­ur um tíma.

Steve Fein, sem var sak­sókn­ari í mál­um beggja mann­anna, sagði að Everts hefði viður­kennt að hafa misþyrmt um 40 börn­um, þar á meðal þriggja mánaða göml­um syni sín­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka