Liðsmenn Sea Shepherd réðust á japanskt hvalveiðiskip

Nisshin Maru fyrir framan skip Sea Shepherd.
Nisshin Maru fyrir framan skip Sea Shepherd. Reuters

Tveir liðsmenn Sea Shepherd-sam­tak­anna ollu lít­ils­hátt­ar skemmd­um á japönsku hval­veiðiskipi með sýru og reyk­sprengju í gær. Hlutu tveir jap­ansk­ir hval­veiðimenn lít­ils­hátt­ar meiðsl. Hval­skipið hafði skömmu áður tekið þátt í leit að mönn­un­um tveim, að beiðni Sea Shepherd.

At­b­urður­inn átti sér stað við Suður­skautslandið þar sem skip Sea Shepherd, Farley Mowat, hafði elt uppi japönsk hval­skip. Menn­irn­ir tveir, Ástr­ali og Banda­ríkjamaður, voru á gúmmíbát, en liðsmenn sam­tak­anna höfðu farið á þrem slík­um bát­um að hval­skip­inu Nis­s­hin Maru.

Paul Wat­son, sem var skip­stjóri á Farley Mowat, tjáði AP að menn­irn­ir tveir hefðu villst vegna þoku og dimmr­ar úr­komu eft­ir að bát­ur þeirra bilaði. Þeir fund­ust heil­ir á húfi eft­ir sjö tíma leit.

Síðan hóf Sea Shepherd aft­ur að elt­ast við hval­skipið og hentu flösku með smjör­sýru um borð. Tveir hval­fang­ar­ar meidd­ust í and­liti þegar flask­an splundraðist á dekk­inu, og ann­ar fékk sýru í aug­un. Jap­anska sjón­varpið sagði að Sea Shepherd-liðarn­ir hafi einnig hent reyk­sprengju um borð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert