Obama lýsir formlega yfir framboði sínu

00:00
00:00

Öld­unga­deild­arþingmaður­inn Barak Obama lýsti í dag form­lega yfir því að hann sækt­ist eft­ir út­nefn­ingu sem for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins í Banda­ríkj­un­um í kosn­ing­un­um í nóv­em­ber á næsta ári.

Hann er fyrsti blökkumaður­inn sem telja má að eigi raun­hæfa mögu­leika á að verða for­seti Banda­ríkj­anna.

Obama nýt­ur mik­illa vin­sælda og hef­ur per­sónutöfr­um hans verið líkt við John F. Kenn­e­dy. Faðir hans er blökkumaður en móðir hans hvít.

Hann lýsti yfir fram­boði sínu síðdeg­is í dag að ís­lensk­um tíma fyr­ir fram­an þing­húsið í höfuðborg Ill­in­o­is-rík­is, á sama stað og Abra­ham Lincoln flutti fræga ræðu.

Í ræðu sinni hvatti Obama m.a. til þess, að hernaðaraðgerðum yrði hætt í Írak og sagði að banda­rísk­ar her­sveit­ir yrðu að yf­ir­gefa landið fyr­ir mars á næsta ári. Obama var frá upp­hafi and­víg­ur því, að Banda­ríkja­menn réðust inn í Írak.

Barack Obama ásamt Michelle, konu sinni, og dætrum þeirra, Sasha, …
Barack Obama ásamt Michelle, konu sinni, og dætr­um þeirra, Sasha, fjög­urra ára og Malia, átta ára. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert