Baader-Meinhof meðlimi veitt reynslulausn eftir 24 ár á bak við lás og slá

Veggspjald sem sýnir meðlimi samtakanna sem voru eftirlýst fyrir morð …
Veggspjald sem sýnir meðlimi samtakanna sem voru eftirlýst fyrir morð og mannrán. Brigitte Mohnhaupt er efst til hægri. AP

Fyrrum meðlimur Baader-Meinhof mun hljóta reynslulausn úr fangelsi eftir að hafa setið á bak við lás og slá í 24 ár vegna aðildar sinnar að mannránum og morðum á áttunda áratug síðustu aldar.

Þýskur dómstóll hefur úrskurðað að Brigitte Mohnhaupt, sem er 57 ára, sé hæf til reynslulausnar eftir að hafa setið af sér lágmarkshluta þeirra fimm lífstíðardóma sem hún hlaut á sínum tíma.

Samtökin, sem gengu einnig undir nafninu Rauða herdeildin, stóð að baki fjölda mannrána og morða í Vestur-Þýskalandi.

Harðar deilur hafa sprottið í Þýskalandi þegar það fréttist að Mohnhaupt yrði líklega látin laus, en málið hefur rifið upp gömul sár hjá þeim sem muna eftir atburðum áttunda áratugarins.

Hún var dæmd fyrir aðild að níu morðum. Meðal hinna látnu voru dómari, bankastarfsmaður og forseti vinnusamtaka.

Annar háttsettur meðlimur Rauðu herdeilarinnar sem nú situr í fangelsi, Christian Klar, hefur nú óskað eftir því að honum verði veitt reynslulausn.

Þá hefur hann óskað eftir því að forseti Þýskalands veiti honum náðun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert