Einangraði þrjár dætur sínar frá umheiminum í sjö ár

Deila hef­ur sprottið upp í Aust­ur­ríki í tengsl­um við mál er varðar þrjár stúlk­ur sem voru ein­angraðar frá um­heim­in­um í sjö ár, en það var móðir þeirra sem lokaði stúlk­urn­ar inni.

Fram kem­ur í aust­ur­rísk­um fjöl­miðlum að eft­ir að móðirin hafði slitið sam­vist­um við eig­in­mann sinn hafi hún, að því er frá­sagn­ir herma, lokað stúlk­urn­ar inni í myrkri á fjöl­skyldu­heim­il­inu. Hún hafði ávallt dregið fyr­ir auk þess sem hún skrúfaði all­ar ljósa­per­ur úr ljós­um og lömp­um. Þar að auki þurftu stúlk­urn­ar þurftu að búa við afar ógeðfelld­ar aðstæður, s.s. manna­skít.

Yf­ir­völd í Pöstling­berg skammt frá Linz komu stúlk­un­um til bjarg­ar og komu þeim fyr­ir á heim­ili í októ­ber árið 2005. Þær voru 6, 10 og 13 ára þegar ein­angr­un­in hófst að því er seg­ir í fjöl­miðlum..

Það var þó ekki fyrr en um liðna helgi sem aust­ur­rísk­ir fjöl­miðlar greindu fyrst frá mál­inu.

Málið hef­ur verið borið sam­an við mál stúlk­unn­ar Natöschu Kamp­usch, sem var haldið í gísl­ingu í kjall­ara í átta ár í ró­legu út­hverfi í Aust­ur­ríki.

Lögmaður tveggja stúlkn­anna seg­ir vel­ferðar­kerfið hafa brugðist, árum sam­an hafi kerfið litið fram hjá þessu og aðhafst ekk­ert. Fram kem­ur að ná­grann­ar kon­unn­ar hafi margoft sett sig í sam­band við fé­lags­mála­yf­ir­völd og lýst áhyggj­um sín­um vegna vel­ferðar stúlkn­anna. Þá hafði faðir stúlkn­anna ít­rekað reynt að fá að heim­sækja stúlk­urn­ar en það hafi móðirin ekki tekið í mál.

Þá seg­ir lögmaður­inn að fé­lags­mála­yf­ir­völd hafi átt að bregðast við árið 2001 þegar móðirin, sem er lögmaður, fór í meðferð í Linz vegna of­skynj­un­ar og rang­hug­mynda sem hún þjáðist af. Fram kem­ur á frétta­vef Der Kurier að stúlk­urn­ar hafi þróað með sér sitt eigið tungu­mál og leikið sér við mýs í sor­an­um heima hjá sér.

Móðirin er nú í varðhaldi og á von á því að verða ákærð fyr­ir van­rækslu og fyr­ir að hafa veitt stúlk­un­um al­var­lega lík­am­lega áverka. Stúlk­un­um hef­ur verið veitt sál­fræðiaðstoð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert