Forseti Írans segist ekki óttast árás Bandaríkjanna

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. Reuters

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir landa sína ekki óttast bandaríska herinn og að Íranar muni refsa Bandaríkjamönnum grimmilega ef þeir ráðast á landið. Þetta sagði Ahmadinejad í viðtali við fréttamann bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC, sem sýnt var í dag.

Forsetinn lét þetta flakka þar sem bandarískir embættismenn segjast hafa sannanir fyrir því að Íranar sjái uppreisnarmönnum í Írak fyrir vopnum, sem þeir nota á bandaríska hermenn. Ahmadinejad sagði Írana forðast öll átök og sagði engan frið fást með veru erlends herliðs í Írak.

„Óttast? Af hverju ættum við að óttast?“ svaraði forsetinn þegar fréttamaður spurði hann hvort hann óttaðist ekki að Bandaríkin réðust á Íran. Litlar líkur eru á slíkri árás, að mati forsetans. Ahmadinejad sagði Bandaríkin ekki reyna að halda friðinn, stjórnvöld þar reyndu að fela ósigra sína mistök og sökuðu því önnur ríki um að styðja óvininn. Íransstjórn fylgdi ekki slíkri stefnu. BBC segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert