Rakarar varaðir við því að raka af mönnum skeggið

Skæruliðar talibana í ónefndri bækistöð sinni í Austur-Afganistan, 3. febrúar …
Skæruliðar talibana í ónefndri bækistöð sinni í Austur-Afganistan, 3. febrúar s.l. Reuters

Rak­ar­ar í landa­mæra­bæn­um Inayat Kalay í Pak­ist­an hafa verið varaðir við því að raka af mönn­um skeggið. Viðvör­un á dreifi­bréfi í stíl talib­ana hef­ur borist rök­ur­un­um en þar seg­ir að það sé móðgun við íslamstrú að skerða skegg manna.

Bær­inn er í héraðinu Baj­ur, nærri landa­mær­un­um að Af­gan­ist­an. „Hver sú rak­ara­stofa sem brýt­ur gegn sja­ría-lög­um, rak­ar eða skerðir skegg manna, fær hér með sína sein­ustu viðvör­un um að hætta þess­um and-sja­rísku verk­um,“ seg­ir í dreifi­bréf­inu. Ell­egar verði menn að taka af­leiðing­un­um og hugs­an­leg­um lík­ams­meiðing­um.

Eng­in und­ir­rit­un fylg­ir text­an­um en talið að heil­ag­ir stríðsmenn íslam, eða muja­hedeen, hafi dreift bréf­inu, íslamsk­ir upp­reisn­ar­menn. Á þriðja tug rak­ara mun hafa svarað þessu með því að hengja upp til­kynn­ing­ar á stof­um sín­um og biðja viðskipta­vini um að óska ekki eft­ir rakstri.

Menn ótt­ast nú að íbú­ar á landa­mæra­svæðum Pak­ist­an verði að hlýða boðum og bönn­um talib­ana í sí­aukn­um mæli. Talibana­stjórn­in í Af­gan­ist­an skipaði körl­um í sinni valdatíð að safna skeggi og bannaði þeim að skerða það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert