18 létust í sjálfsvígssprengjuárás á skóla í Írak

Að minnsta kosti 18 manns létust og yfir 40 særðust þegar sjálfsvígssprengjumaður gerði árás á einkarekinn íraskan viðskiptaháskóla í Bagdad í dag.

Að sögn lögreglu sprakk lítil vörubifreið á bílastæði milli skólans og vöruhúss sem tilheyrir viðskiptaráðuneytinu, en þar voru geymd matvæli.

Sprengingin lagði eitt hús í rúst og olli miklum skemmdum á öðrum húsum.

Árásin kemur í kjölfar sprengjuárása sem voru gerðar á tvo markaði í Bagdad í gær, en þá létust a.m.k. 77 manns og fleiri tugir særðust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert