Dæmd í 467 ára fangelsi

Mótmæli gegn ETA í Madrid þann 3. febrúar sl.
Mótmæli gegn ETA í Madrid þann 3. febrúar sl. Reuters

Liðsmaður ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska, var í dag dæmd í 467 ára fangelsi fyrir þátt sinn í sprengjutilræði í Madríd árið 1985 þar sem bandarískur kaupsýslumaður lést og sautján særðust.

Tilræðið átti sér stað þann 9. september árið 1985 og var beint að lögreglubíl. Kaupsýslumaðurinn Eugene Brown var á skokki í nálægt bílnum þegar sprengjan sprakk og lést. Þrír aðrir höfðu áður verið dæmdir fyrir árásina.

Penalva var dæmd í 29 ára fangelsi fyrir morðið, og 24 ára fangelsi fyrir hvern þann sem sem særðist í sprengingunni. Þá fékk hún 30 ára dóm fyrir að hafa skipulagt arásina. Dómar af þessu tagi eru ekki óalgengir þegar liðsmenn ETA eru annars vegar en, fangar á Spáni geta þó í mesta lagi setið í fangelsi í 40 ár vegna hryðjuverka.

Að auki var Penalva dæmd til að greiða fjölskyldu hins látna 500.000 evrur í skaðabætur og allt að 6.000 evrur hverjum þeim sem særðist í árásinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka