Hátt í fjögurra metra snjóskaflar hafa myndast í New York-ríki

Mikið hefur snjóað í New York-ríki undanfarna 10 daga og hefur fannfergið skilið eftir sig u.þ.b. 3,7 metra djúpan snjó að því er frásagnir herma. Það mun vera met staðfesti veðurfræðingar það.

Þegar er búið að lýsa neyðarástandi í og við Oswego-sýslu en þar er víða að finna yfir tveggja metra háa snjóskafla.

Að minnsta kosti 20 manns hafa látist af völdum snjókomunnar vítt og breitt um Bandaríkin.

Búist er við því að snjókoman hafi brátt sungið sitt síðasta, en veðurfræðingar hafa hinsvegar spáð frekari ofankomu í efri hluta New York-ríki síðar í vikunni.

Verði það staðfest þá mun snjómagnið sem hefur fallið í bænum Redfield slegið gamla snjómetið sem var sett í bænum Motague, sem er skammt frá, en þar snjóaði í sjö daga í janúar árið 2002.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert