Þjóðverjar minntust þess að 62 ár væru liðin frá árásinni á Dresden

Stuðningsmaður NDP í Dresden í dag.
Stuðningsmaður NDP í Dresden í dag. Reuters

Embættismenn og erlendir ríkiserindrekar komu saman í Dresden í dag til að minnast þess að 62 ár væru liðin frá því bandamenn létu sprengjum rigna yfir borgina í seinni heimsstyrjöldinni. Þúsundir létu lífið í árásinni og stór hluti borgarinnar var lagður í rúst. Borgarstjóri Dresden, Lutz Vogel, og ríkisstjórinn Georg Mibrandt lögð blómsveiga að leiðum fórnarlamba í kirkjugarði í borginni, en um 100 manns voru viðstaddir athöfnina.

Árásin á Dresden var gerð 13. og 14. febrúar 1945 og varð aldagamall miðbær Dresden eldi að bráð. Talið er að 35.000 manns hafi fallið en tala látinna er enn umdeild.

Mörg þúsund manns komu saman annars staðar í borginni í mótmælaskyni við samkomu stuðningsmanna hægri öfgaflokksins NDP, sem hlaut 9,2% atkvæða í kosningum í Saxlandi 2004. Flokksmenn NDP líktu árásinni á Dresden við Helförina ári seinna og gengu út af þingi þegar minnast átti fórnarlamba hennar.

Leiðtogi flokksins í Saxlandi, Holger Apfel, leggur árásina á Dresden að jöfnu við Helför gyðinga, en 6 milljónir gyðinga létu lífið í Helförinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert