Menntamálaráð Kansas-ríkis í Bandaríkjunum ákvað í dag að ógilda reglur um að ekki megi kenna þróunarkenninguna í grunnskólum. Nýtt ráð hefur tekið við störfum og höfðu demókratar og hófsamir repúblikanar betur í kosningu um þetta hitamál, 6 voru fylgjandi því að þróunarkenningin væri kennd en 4 á móti.
Sú kennslustefna sem nú er fylgt í grunnskólum Kansas dregur í efa þróunarkenninguna sem upphaflega var lögð fram af Charles Darwin. Þess í stað hefur börnum verið kennd þróunin að hætti Biblíunnar, að æðri vera hljóti að hafa skapað allt líf jörðinni vegna þess hversu flókið það sé.
Formaður ráðsins, Bill Wagnon, segist þó ekki eiga von á því að fá frið fyrir trúarhópum sem séu mótfallnir þróunarkenningunni.