11 létu lífið í sprengjuárás í Íran

Íranar hópuðust saman við rútuna sem gjöreyðlagðist í sprengingunni.
Íranar hópuðust saman við rútuna sem gjöreyðlagðist í sprengingunni. AP

Nú ligg­ur fyr­ir að ell­efu manns lét­ust þegar sprengja sprakk í rútu í borg­inni Za­hed­an í suðaust­ur­hluta Írans. Sprengj­an, sem var fal­in í bif­reið, var beint gegn ír­önsk­um Bylt­ing­ar­vörðum að því er fram kem­ur í ír­anska rík­is­fjöl­miðlin­um IRNA. Það ligg­ur hins­veg­ar ekki á ljósu hvort sér­sveit­ar­menn­irn­ir séu meðal hinna látnu.

Her­for­ing­inn Qassim Razai sagði árás­ina vera hryðju­verk og sakaði „upp­reisn­ar­menn“ um verknaðinn.

Frá­sagn­ir herma að meint­ir sprengju­menn hafi verið hand­tekn­ir seg­ir á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins BBC.

Frétta­skýrend­ur segja að árás af þess­um toga og af þess­ari stærðargráðu eigi sér eng­in for­dæmi í Íran. En árás­in var gerð á sér­sveit­ar­menn um há­bjart­an dag á ber­svæði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka