Bush sannfærður um að íranskar úrvalssveitir útvegi uppreisnarmönnum vopn

George W. Bush yfirgefur blaðamannafund í Hvíta húsinu í dag.
George W. Bush yfirgefur blaðamannafund í Hvíta húsinu í dag. Reuters

Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seti sagði á blaðamanna­fundi í dag að hann væri ekki viss hvort æðstu emb­ætt­is­menn í Íran bæru ábyrgð á vopna­send­ing­um til upp­reisn­ar­manna í Írak. Hann efaðist hins veg­ar ekki um að ír­ansk­ar úr­vals­sveit­ir, Al-Qods, hefðu út­vegað upp­reisn­ar­mönn­um háþróaðar sprengj­ur, IEDS, sem þeir væru nú að beita á banda­ríska her­menn.

Bush hét því að „gera eitt­hvað í því máli“. „Hvort Ahma­dinejad (for­seti Írans) fyr­ir­skipaði Qods-liðinu að gera þetta vit­um við ekki. En við vit­um að þeir eru þarna,“ sagði Bush. Það væri út í hött að halda því fram að Banda­ríkja­stjórn væri að ljúga upp á yf­ir­völd í Íran. Bush úti­lokaði bein­ar viðræður við Írans­stjórn eins og mál­um væri nú háttað.

Bush sagðist ekki vita hvort væri verra, að stjórn­völd í Íran hefðu skipað fyr­ir um vopna­send­ing­arn­ar eða ekki, þar sem vopn­un­um hefði verið beitt. Hann taldi það betra að halda sig við fjölþjóðleg­ar viðræður hvað kjarn­orku­mál Írana varðaði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert