Tæplega áttræður karlmaður olli miklu uppnámi er hann ákvað að fara akandi í miðbæ Karlskrona í Svíþjóð í fyrsta skipti í fjörutíu ár. Maðurinn bakkaði á móti umferð, ók á umferðarljós og gerði sér síðan enga grein fyrir því að lögregla ók á eftir honum og reyndi að stöðva hann. Er lögreglu tókst loks að stöðva manninn kom í ljós að farið hafði framhjá honum að hægriumferð hefði verið lögleidd í Svíþjóð. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Maðurinn sem er frá Holmsjö sem er norður af Karlskrona, vísar því á bug að hann hafi sýnt vítavert kæruleysi í akstri sínum og ber því við að hann hafi ekki ekið í þéttbýli.frá því hægriumferð var lögleidd í Svíþjóð þann 3. september árið 1967.