Flugi frestað og skólum lokað í Bandaríkjunum vegna veðurs

Maður með snjóruðningstæki í Cochrane í Alberta í gær.
Maður með snjóruðningstæki í Cochrane í Alberta í gær. Reuters

Vonskuveður hefur verið í miðvesturríkjum Bandaríkjanna og norðausturhluta landsins í dag, með mikilli snjókomu, slyddu og frosti. Samgöngur hafa víða verið í molum og skólum lokað víða í Ohio, Maryland, Virginíu og Washington. Í Chicago var djúpur snjór, hátt í 30 sm og hvasst við Michiganvatn.

Um 400 flugferðum var aflýst á O´Hare flugvellinum í Chicago og þá einkum vegna þess að menn höfðu ekki undan að ryðja flugbrautir. Í Washington er varað við stormi og í Virginíu var lýst yfir neyðarástandi vegna hvassviðris. Ríkisstarfsmenn í og við Washington voru beðnir um að koma 2 klst síðar til vinnu í dag en vanalega og fólk beðið um að halda kyrru heimafyrir vegna ófærðar. Reuters segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert