Nýr forseti tekur við völdum í Túrkmenistan

Frá þingsal þjóðarráðs Túrkmenistans
Frá þingsal þjóðarráðs Túrkmenistans Reuters

Kurbanguly Ber­dymuk­hamedov fyrr­um aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra Túr­kemen­ist­an sór í dag embættiseið sem for­seti eft­ir að til­kynnt var að hann hefði sigrað í for­seta­kosn­ing­um sem fram fóru á sunnu­dag. Í ræðu sinni hét Ber­dymuk­hamedov því að fylgja for­dæmi for­vera síns, Sap­armurat Niyazov, en einnig því að hrinda af stað um­bót­um í land­inu.

Til­kynnt var um niður­stöðu kosn­ing­anna á fundi þjóðarráðsins, þings Túrk­mena í morg­un, og sór Ber­dymuk­hamedov strax í kjöl­farið. Hann mun hafa hlotið 89% at­kvæða, en eng­ir alþjóðleg­ir eft­ir­lits­menn fylgd­ust með kosn­ing­un­um eða taln­ingu at­kvæða, og þykir næsta víst að brögð hafi verið höfð í tafli.

Embættis­töku Ber­dymuk­hamedov hef­ur þó verið fagnað, en meðal þeirra sem voru viðstadd­ir embættis­tök­unna voru Mik­haíl Fra­dkov, for­sæt­irs­ráðherra Rúss­lands og Rich­ard Boucher, aðstoðar­ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna. Full­vissaði nýi for­set­inn er­lenda emb­ætt­is­menn um að staðið yrði við alla samn­inga um orku­sölu, en landið er mjög auðugt af nátt­úrugasi.

Þá þykir næsta víst að um­bæt­ur verði loks gerðar á stjórn­ar­hátt­um í land­inu, en þeir vöktu oft heims­at­hygli meðan ein­vald­ur­inn Niyazov var við völd. Hann lét meðal ann­ars kalla sig Tur­k­men­bashi, eða föður Túr­mena, og nefndi mánuði og viku­daga eft­ir sér og fjöl­skyldu sinni. Þá tók hann hart á ökku and­ófi, ein­angraði þjóð sína frá um­heim­in­um og minnkaði mjög út­gjöld til mennta- og heil­brigðismála.

Þrátt fyr­ir að Ber­dymuk­hamedov hafi í ræðu sinni lofað Niyazov hef­ur hann þegar boðað end­ur­skipu­lagn­ingu mennta­kerf­is­ins, aðgang al­menn­ings að net­inu og hærri eft­ir­laun. Þá hef­ur hann gefið í skyn að öðrum stjórn­mála­flokk­um en demó­krata­flokki Niyazovs verði leyft að starfa í land­inu og óstaðfest­ar fregn­ir herma að tveim­ur fyrr­um ráðherr­um, sem fang­elsaðir voru fyr­ir að mót­mæla Niyazov, hafi verið sleppt úr fang­elsi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert