Tveir Svíar og Þjóðverji létust í snjóflóðum í Austurríki

Svíanna leitað í St. Anton í Austurríki í dag.
Svíanna leitað í St. Anton í Austurríki í dag. Reuters

Tveir ung­ir Sví­ar lét­ust þegar þeir lentu í snjóflóði í St. Ant­on í aust­ur­rísku Ölp­un­um í dag. Tveim­ur tím­um síðar lést svo þýsk­ur ferðamaður í öðru snjóflóði í Lec am Arlberg. Sví­arn­ir voru 20 og 21 árs, en þeir voru á snjó­brett­um þegar óhappið varð. Einn Svíi slasaðist í fyrra flóðinu. Menn­irn­ir voru all­ir utan merktr­ar skíðabraut­ar.

Tveir ástr­alsk­ir snjó­brettaiðkend­ur lentu einnig í snjóflóði á sömu slóðum en björg­un­ar­sveit­ir fundu þá skömmu síðar, þökk sé neyðarsend­um sem menn­irn­ir báru á sér. Snjóflóðahætta í Aust­ur­ríka er nú nokkuð mik­il, þrjú stig af fimm mögu­leg­urm. Dagens Nyheter seg­ir frá þessu.

Frá björgunarstarfi í St. Anton.
Frá björg­un­ar­starfi í St. Ant­on. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert