Abbas felur Haniyeh að mynda þjóðstjórn

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur formlega farið þess á leit við Ismail Haniyeh að mynda þjóðstjórn. Abbas bað Haniyeh að virða friðarsamkomulagið við Ísrael. Haniyeh þáði boðið um myndun nýrrar ríkisstjórnar palestínsku heimastjórnarinnnar á blaðamannafundi í Gasa í dag. Vonir standa nú til þess að með þjóðstjórninni endi átök Hamas og Fatah og Vesturlönd veiti Palestínu á ný aðstoð.

Haniyeh hefur nú allt að fimm vikur til þess að mynda stjórn og verður sitjandi forsætisráðherra þangað til. Hann hét því að starfa í samræmi við skipunarbréf Abbas en minntist þó ekki á það hvort hann myndi viðurkenna Ísrael sem ríki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert