Stjórnvöld á Kýpur velta því nú fyrir sér hvort greiða eigi þeim eignast sitt þriðja barn 34.500 evrur, um 2,3 milljónir króna, í bætur til að fjölga þjóðinni. Kýpurbúum fækkar nú ört og þjóðin verður sífellt eldri. „Tillaga okkar er að bjóða 20.000 pund fyrir þriðja barn foreldra og öll börn sem fæðast á eftir því,“ segir Antonis Vassiliou, félagsmálaráðherra landsins.
Önnur hugmynd er að hækka fæðingarorlof mæðra úr 16 vikum í 18. Vassiliou segir það möguleika en þá geti efnahagur landsins orðið fyrir áfalli. Nú fæðist hverri konu 1,82 börn að meðaltali í landinu en til að halda núverandi fólksfjölda þyrfti hver kona að eiga 2,1 barn.