Samkomulag hefur náðst á fundi í Washington í Bandaríkjunum um hvernig eigi að taka á loftlagsbreytingum, en fundinn sátu stjórnmálaleiðtogar hvaðanæva af úr heiminum.
Þeir samþykktu að þróunarlöndin verði líkt og auðug iðnríki heims að draga úr losun gróðurhúslofttegunda.
Menn samþykktu jafnframt á fundinum, sem var óformlegur, að það ætti að stofna heimsmarkað sem lýtur að því að dregið verði úr losun koldíoxíðs.
Yfirlýsingin, sem er ekki bindandi, er sögð vera mikilvæg hvað varðar áhrif á arftaka Kýótó-bókunarinnar.
Lokaorð fundarins voru þau að „enginn vafi“ væri á því að loftlagsbreytingar væru af mannavöldum.
Fundurinn stóð í tvo daga og viðstaddir voru þingmenn frá átta helstu iðnríkjum heims auk Brasilíu, Kína, Indlandi, Mexíkó og Suður-Afríku.