Sakborningur í Madrídarréttarhöldunum neitar allri sök

Youssef Belhadj við réttarhöldin í dag.
Youssef Belhadj við réttarhöldin í dag. AP

Annar af lykilsakborningum í réttarhöldunum yfir 29 einstaklingum sem sakaðir eru um aðild að sprengjuárásunum í Madríd árið 2004, þar sem 191 lét lífið, hefur lýst yfir sakleysi sínu.

Youssef Belhadj sagði er hann mætti fyrir dómara í dag: „Ég fordæmi árásirnar og hverskyns ofbeldisverk.“

Hann sagði jafnframt að hann tengdist uppreisnarhópum á engan hátt og neitaði því alfarið að hann væri Evróputalsmaður al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, líkt og yfirvöld hafa haldið fram.

Í gær sagði Rabei Osman, sem einnig er á meðal sakborninga, að hann tengdist sprengjuárásunum ekki á nokkurn hátt, segir á fréttavef BBC.

Yfir 1.700 manns særðust þegar sprengjur sprungu í fjórum lestum á háannatíma í Madríd í marsmánuði árið 2004.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert